Hilmar Guðlaugur Jónsson fæddist í Fögruhlíð í Jökulsárhlíð 12. maí 1932. Lengst af ævi sinnar bjó Hilmar og starfaði í Keflavík. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 12. maí 2013.
Foreldrar hans voru Jón Guðjónsson, f. 1905, d. 1975, og Jóna G. Þ. Guðlaugsdóttir, f. 1908, d. 1968. Bróðir Hilmars var Sigurður Guðni, f. 1940, d. 2008. Eftirlifandi eiginkona hans er Fjóla Guðleifsdóttir, f. 1944. Börn þeirra eru Leifur, f. 1970 og Anna, f. 1974. Maki Leifs er Katsuko Nitta Sigurðsson, f. 1977.Árið 1964 kvæntist Hilmar Elísabetu Jensdóttur grunnskólakennara, f. 1945. Foreldrar hennar voru Jens Ólsen Sæmundsson, f. 1913, d. 1977 og Ásdís Jóhannesdóttir, f. 1916, d. 1990. Elísabet og Hilmar eignuðust þrjú börn, Jens, f. 1965, maki Sigfríð Margrét Bjarnadóttir, f. 1972, börn þeirra, Tristan Rökkvi f. 2001, og Dilja Mist, f. 2007. Fyrir átti Jens Guðbjörgu Ylfu, f. 1993, Elísabetu Mjöll, f. 1993, maki Ingólfur Ásgeirsson, f. 1989 og stjúpdótturina Írisi Ósk, f. 1983, maki Kristján Guðbrandsson, f. 1977. Móðir þeirra er Gerður Sigurðardóttir, f. 1966. Jón Rúnar, f. 1966, maki Alexandra Chernyshova, f. 1979, synir þeirra Alexander Logi, f. 2004, Nikolai Leo, f. 2008 og Hilmir Blær f.2015. Fyrir átti Jón Rúnar soninn Arnór Inga, f. 1997. Móðir hans er Pálína Valdís Eysteinsdóttir, f. 1976. Guðlaug Jóna, f. 1969, maki Jón Þór Antonsson, f. 1966, börn Guðlaugar Jónu og Jón Þórs eru Hilmar Þór, f. 1989, maki Katrín Ýr Friðgeirsdóttir, f. 1990, Brimhildur Gígja, f. 1997 og Telma Eik, f. 2003.
Hilmar lét sér ýmis málefni sig varða, hvers konar forvarnarstarfi, menningar- og æskulýðsmálum og bókmenntum í víðum skilningi. Hilmar kom víða við í skrifum sínum, var beittur penni sem lá ekki á skoðunum sínum um málefni líðandi stunda.
Foreldrar Hilmars, Jóna og Jón
Foreldrar Hilmars, Jóna og Jón

You may also like

Back to Top